Kyu gráðanir í JR

Farist hefur fyrir að setja inn fréttir á heimasíðuna af allmörgum kyu gráðunum hjá JR ingum sem teknar hafa verið um og eftir áramót og er bætt úr því hér. Eftirtaldir aðila tóku brúnt belti (1. kyu) Kolmar Jónsson, Jónas Guðmundsson, Elías Þormóðsson, Gunnar Ingi Tryggvason, Helena Bjarnadóttir, Nökkvi Viðarsson, Aleksander Perkovski og Rúbar Hamou. Blátt belti (2. kyu) tóku Tristan Sverrisson, Helgi Hrafnsson, Vilmar Vilmarsson, Vésteinn Gunnarsson, Emma Thueringer og Orri Helgason. Grænt belti (3.kyu) tóku Benas Paskevicius og Ívar Kolbeinsson. Appelsínugult belti (4.kyu) tóku Jóhann Jónsson og Kristján Stefánsson og gula beltið (5.kyu) þeir Daníel Hákonarson, Gabríel Jóhannesson og Sigurður Sigurgeirsson. Til hamingju með gráðurnar.