Stanislaw Buczkowski-takk fyrir komuna

Stanislaw Buczkowski öflugur og góður judomaður frá Póllandi sem æft hefur með okkur í JR síðastliðna þrjá mánuði, hefur lokið dvöl sinni á Íslandi í bili að minnsta kosti og er farinn aftur heim. Það var frábært að fá hann í klúbbinn og virkilega gott fyrir okkar bestu iðkendur að æfa með honum og þökkum við honum fyrir komuna og bjóðum hann velkominn aftur næst þegar hann á leið um. Á myndunum hér neðar er Stanislaw að glíma við Kjartan Hreiðarsson á æfingu og með landa sínum Janusz Komendera sem æft hefur með og keppt fyrir JR í fjölmörg ár.