Í heimsókn hjá Judofélagi Suðurlands

Nokkrir iðkendur úr JR heimsóttu í gær Judofélag Suðurlands (JS) sem er yngsta judofélag landsins en það hóf nú nýlega starfsemi. Aðalþjálfari félagsins er George Bountakis 6. dan frá Grikklandi og byrjar hann með krafti en á vegum JS í gegnum George hafa þrír judomenn frá Grikklandi verið við æfingar hjá JS. Um helgina tóku þeir þátt í Vormóti JSÍ og var mikill fengur í því fyrir okkar judomenn að fá tækifæri á því að keppa við þá og æfa með þeim að móti loknu en þeir eru allir á top tíu lista í Grikklandi. Næsta föstudag munu JR ingar svo sækja Judodeild UMFS heim en þann dag verður opin sameiginleg æfing haldin hjá þeim og fellur því föstudagsæfingin hjá okkur niður þann dag. Hér stutt videoklippa og nokkrar myndir frá heimsókninni til JS.