Smáþjóðaleikarnir 2023 á Möltu

Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Möltu dagana 29. maí til 3. júní. Tíu Íslenskir þátttakendur í judo verða á meðal keppenda en það eru þau Aðalsteinn Karl Björnsson, Árni Pétur Lund, Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Helena Bjarnadóttir, Karl Stefánsson, Kjartan Logi Hreiðarsson, Romans Psenicnijs, Skarphéðinn Hjaltason og Weronika Komendera. Með þeim í för eru flokkstjóri og þjálfarar þeir Þormóður Árni Jónsson og Zaza Simonishvili. Góða ferð og gangi ykkur vel.

Þriðjudaginn 30. maí verður einstaklingskeppnin og hefst hún kl. 9:30 að íslenskum tíma og úrslit kl. 16 og liðakeppnin verður svo 1. júní á sömu tímum og einstaklingskeppnin. Hægt er að horfa á keppnina í beinni útsendingu og einnig eru upplýsingar um keppnina á vef IJF.