Síðustu æfingar á vorönn

Nú fer að líða að síðustu æfingum á vorönn. Á morgun er næstsíðasta æfing barna 7-10 ára og sú síðasta á þessari önn verður svo á fimmtudaginn (27. maí) og munu börn úr aldurshóp 5-6 ára einnig mæta á þá æfingu og er það jafnframt síðasta æfing þeirra á önninni. Á þessari æfingu munu börnin fá afhent viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna. Síðasta æfing hjá 11-14 ára og framhaldi 15 ára og eldri verður miðvikudagurinn 31. maí.

Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr framhaldi 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:00-19:30.