Síðustu æfingar fyrir Jól

Síðasta æfing hjá börnum 5-6 ára og 7-10 ára verður á fimmtudaginn 14. des. en þá verður sameiginleg æfing með þessum aldursflokkum og hefst hún kl. 17 og verður hún að mestu í leikjaformi. Æfingin hjá börnum 5-6 ára sem hefði átt að vera laugardaginn 16. des. fellur því niður. Að lokinni æfingu verður farið í setustofuna þar sem í boðið verða drykkir , kökur, ávextir og ýmslegt fleira og kaffi fyrir þá fullorðnu.


Síðasta æfing hjá 11-14 ára verður mánudaginn 18. des. Að lokinni æfingu kl. 18 verður boðið í jólakaffi/drykki og veitingar í setustofunni og þau sem ekki eru að flýta sér geta þá horft á Jólamót/Afmælismót JR í karla og kvennaflokkum sem hefst um kl. 18:15.

Síðasta æfing fyrir áramót hjá 15 ára og eldri verður föstudaginn 22. des. Hugsanlega verða haldnar aukaæfingar fyrir þennan aldurshóp á milli Jóla og nýárs og verður það þá auglýst hér síðar.

Æfingar hefjast svo aftur á nýju ári sem hér segir. Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára og 15 ára og eldri hefjast mánudaginn 8. janúar. Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri og æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 9. janúar og æfingar barna 5-6 ára hefjast laugardaginn 13. janúar.