Ásta Lovísa komin með 2. dan

Ásta Lovísa Arnórsdóttir tók gráðuna 2. dan í gær og stóðst prófið með glæsibrag. Uke hjá henni var Orri Helgason einn okkar efnilegasti judomaður í yngri flokkum og stóð hann sig vel í sínu hlutverki. Ásta sem hóf að æfa judo hjá JR sem barn hefur verið ein okkar öflugasta judokona í gegnum árin og á árunum frá 2011-2019 varð hún Íslandsmeistari sex sinnum. Hún tók svartabeltið, 1. dan fyrir tólf árum þá tvítug og var löngu búin að uppfylla skilyrði fyrir próftöku í 2. dan en lét ekki verða af því fyrr en nú. Til hamingju með gráðuna.