Síðastliðna sex mánuði hefur Lisa Margarete Naeve frá Þýskalandi æft hjá JR en hún kom hingað til lands í janúar til að vinna og hefur síðan þá æft nánast daglega með okkur. Lisa er mjög öflug judokona en hún keppti á Reykjavik Judo Open (RIG) í janúar og vann til tvennra verðlauna en hún vann silfurverðlaun í -57 kg flokki og bronsverðlaun í opnum flokki. Það hefur verið frábært að hafa hana í klúbbnum og hún verið mikil lyftistöng og hvatning fyrir aðra iðkendur. Því miður er dvöl hennar hér á landi lokið í bili og er hún farin heim til Þýskalands en við vonumst samt til að sjá hana aftur á æfingu hjá okkur einhvern daginn eða kanski á næsta RIG. Takk fyrir heimsóknina Lisa.

