PAKS JUNIOR EUROPEAN CUP 2023

Um næstu helgi þ.e. dagana 8-9 júlí munu fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt í Paks Junior European Cup 2023 í Ungverjalandi. Það eru þeir Kjartan Hreiðarsson og Daron Hancock sem keppa á laugardaginn í -73 kg flokki og Mikael Ísaksson í -81 kg flokki og Skarðhéðinn Hjaltason í -90 kg flokki sem keppa á sunnudaginn og með þeim í för er Zaza Simonishvili landliðsþjálfari. Keppnin hefst báða dagana kl. 7 að morgni að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira á vef IJF. Að lokinni keppni taka við tveggja daga æfingabúðir hjá strákunum.