Rútan til Akureyrar á Vormót yngri

Rútan á Vormót JSÍ yngri á Akureyri fer frá JR í Ármúlanum á morgun föstudaginn 12. mars kl. 14:00. Áætlað er að koma til baka á laugardaginn um kl. 21. Mótið fer fram í KA heimilinu og keppt í flokkum U13, U15, U18 og U21. Gisting á hóteli þar sem er boðið uppá rúm, kodda og lak svo hafa þarf með sér svefnpoka eða sæng. Kostnaður, rúta og gisting 10.000 kr. auk þess sem þátttakendur þurfa að hafa með sér pening fyrir mat en JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara fjórir þjálfarar frá JR og nokkrir foreldrar. Fararstjórar verða þeir Bjarni Skúlason og Guðmundur Jónasson. Nánari upplýsingar hjá JR í síma 5883200.