Reykjavík Judo Open 2023-Úrslit

Reykjavík Judo Open 2023 var haldið 28. janúar 2023 á 50 ára afmælisdegi JSÍ. Þátttakendur voru tæplega sextíu frá tólf þjóðum en vegna óveðurs og niðurfellingar á flugi til Íslands komust ekki allir erlendu þátttakendurnir sem skráðir voru. JR ingar sem voru fjölmennir á mótinu unnu tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun og auk þess voru nokkrir sem kepptu um bronsverðlaun en urðu að játa sig sigaða. Þeir JR ingar sem unnu til verðlauna voru, Zaza Simonishvili sem sigraði í -73 kg flokki og varð einnig í þriðja sæti í opnum flokki. Ingunn Sigurðardóttir sigraði í -78 kg flokki og varð í fimmta sæti í opnum flokki. Romans Psenicnijs vann silfurverðlaunin í -66 kg flokki, Helena Bjarnadóttir varð í þriðja sæti í -63 kg flokki og í fimmta sæti í opnum flokki og Árni Lund varð í þriðja sæti í -90 kg flokki.
Hér eru úrslitin / results og tengill á útsendingu RÚV frá mótinu og streymi JSÍ.

Úrslit:
20132014201520162017201820192020202120222023