Old boys æfingar hjá JR

Hjá JR eru nýhafnar æfingar fyrir “Old boys” og hafa þær verið vel sóttar. Æft er á þriðjudögum kl. 16:30-17:30 engin aldurstakmörk og allir velkomnir. Æfingarnar eru í rólegri kantinum, aðallega gólfglíma en auðvitað líka standandi glíma fyrir þá sem það vilja en fyrst og fremst er þetta mjög frjálst og hver og einn getur æft á sínum hraða. Með tilkomu Old boys þá eru iðkendur í klúbbnum á aldrinum fjögurra til sjötíu og fimm ára sem er ákaflega jákvætt því þeir eldri búa að mikilli reynslu til að miðla til hinna yngri. Hvernig væri að mátað gamla gallann og taka þátt eða bara koma og spjalla.