Vormót yngri 2021 á Akureyri

Vormót JSÍ 2021 yngri verður haldið á Akureyri 13. mars. Mótið mun fara fram í KA heimilinu og keppt í flokkum U13, U15, U18 og U21. JR ingar fara með rútu kl. 14:00 föstudaginn 12. mars frá JR í Ármúla og koma til baka daginn eftir líklega um kl. 21. nánar síðar. Gisting á hóteli en þar er boðið uppá rúm, kodda og lak svo við þurfum að hafa með svefnpoka eða sæng. Kostnaður, rúta og gisting 10.000 kr. en JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara fjórir þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er frá brottför á mótið 2019.

U13 og U15 hópurinn 2019