Keppnis og æfingaferð til Póllands

Hópur keppenda úr JR lagði af stað til Póllands í gær og munu keppa næsta laugardag í aldursflokkum U11/U13/U18 á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala. Þetta mót er fjölmennt og sterkt og keppt á tólf völlum og keppendur tæplega þrettán hundruð frá tíu þjóðum. Eftir mót taka þau þátt í æfingabúðum og munu einnig heimsækja nokkra klúbba og taka æfingu með þeim. Þetta er í þriðja skiptið sem JR tekur þátt í þessu móti og hefur Janusz Komendera haft veg og vanda af því. Þátttakendur í ár eru, Daníel Hákonarson, Jónas Guðmundsson, Orri Helgason, Sigurður Sigurgeirsson, Viktor Kristmundsson, Weronika Komendera, María Guðmundsdóttir og Adam Komendera. Þjálfarar og fararstjórar eru Janusz Komendera, Helgi Einarsson, Gabríela Hobrzyk og Halldóra Halldórsdóttir og einnig er Snjólaug Helgadóttir með í för. Á meðfylgjandi myndum vantar Janusz og Adam þar sem þeir fóru út nokkrum dögum fyrr. Hér er linkar á mótin 2020 / 2020 og 2023 en þar voru nokkrir þátttakendur sem einnig eru með núna og gaman að sjá myndir af þeim þá og nú. Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.