Keppa í Póllandi á laugardaginnn

Í gær lagði af stað til Póllands hópur keppenda úr JR í aldursflokkum U13/U15/U18 og munu þau keppa næsta laugardag á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala og sunnudaginn eftir mót taka þau þátt í eins dags æfingabúðum. JR ingar tóku þátt í þessu móti árið 2020 og unnu þar margar viðureignir og Danielė Kucyte vann til bronsverðlauna. Þau se,m taka þátt að þessu sinni eru Fannar Þormóðsson í U13, Orri Helgason í U15 og í U18 eru þau Aleksander Perkowski, Tristan Sverrisson, Elías Þormóðsson, Jónas Guðmundsson og Weronika Komendera og kepptu þau þrjú síðastnefndu einnig árið 2020. Þetta mót er fjölmennt og sterkt en síðast var keppt á tíu völlum og keppendur um tólfhundruð frá Tékklandi, Hollandi, Slóvakíu, Úkraníu, Ungverjalandi, Íslandi og auðvitað Póllandi. Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni eru þeir Guðmundur Björn Jónasson, Janusz Komendera og Helgi Einarsson.