Helena Bjarna að flytja til Serbíu

Helena Bjarnadóttir sem hefur æft og keppt fyrir JR frá því hún var barn og unnið til fjölda verðlauna mun flytja ásamt foreldrum sínum til Serbíu á næstu dögum og vera þar um einhver ókomin ár en móðir hennar hún Marija er þaðan. Helena mun æfa þar og keppa en stefnir jafnframt á að taka þátt í helstu mótum á Íslandi eins og RIG og ÍM en hún á titil að verja en hún varð Íslandsmeistari 2023 í seniora flokki bæði í -70 kg og opnum flokki. Við óskum Helenu og foreldrum hennar þeim Bjarna og Mariju alls hins besta og að þeim muni farnast vel á nýjum stað en þeirra verður sárt saknað í JR. Hér neðar eru nokkrar myndir frá ýmsum tímum.