Þormóður og Gunnar komnir með 4. dan

Gunnar Jóhannesson (UMFG) og Þormóður Jónsson (JR) þreyttu nú nýverið gráðupróf fyrir 4. dan og voru þeir uke hjá hvor öðrum. Katan fyrir 4. dan er Kime No Kata og er hún byggð upp af átta brögðum í krjúpandi stöðu og tólf í standandi stöðu og sýnir vörn og gagnsókn og er notkun hnífs og sverðs í hluta hennar. Prófið stóðust þeir með glæsibrag og óskum við þeim til hamingju með gráðuna. Hér er mynd af þeim félögum að lokinni gráðun.

F.v. Þormóður Jónsson og Gunnar Jóhannesson