Um helgina verður Baltic Sea Championships haldið í Orimattilla í Finnlandi og þar munu sex íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda. Það eru þeir Aðalsteinn Björnsson, Daníel Árnason, Ingólfur Rögnvaldsson, Kjartan Hreiðarsson, Matthías Stefánsson og Nökkvi Viðarsson. Fararstjóri og þjálfari í ferðinni er Logi Haraldsson. Baltic Sea Championship er gríðasterkt mót en keppendur rúmlega 500 frá þrettán þjóðum. Fyrir utan keppendur frá Finnlandi og Íslandi þá eru keppendur frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Rússlandi, Ísrael, Brasilíu, Austurríki, Frakklamdi, Lettlandi, Eistlandi, Þýskalandi. Keppt er í aldursflokkum, U15, U18, U21 og seniora. Á laugardaginn (4.des) er keppt í U18 og seniora og á sunnudaginn í U15 og U21 árs. Keppt verður á þremur völlum og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Hér er skráningin og hér munu úrslitin birtast. Til gamans má geta þess að Ægir Valsson vann bronsverðlaun á Baltic Sea Championships 2019 í -90 kg flokki karla.