Ægir með brons á Baltic Sea Championship

Ægir Valsson keppti um helgina í Finnlandi á Baltic Sea Championship. Hann keppti í -90 kg flokknum og hafnaði í þriðja sæti. Hann mætti fyrst Safar Rahmani frá Finlandi og fór sú viðureign í gullskor en Ægir sem var mikið betri aðilinn í glímunni var samt wazaari undir þegar 3 sek eru eftir en hannn jafnar á síðustu sekúndu. Báðir eru komnir með 2 shido og þegar Ægir nær taki á Finnanum fer hann með hausinn undir hendina á Ægi sem er þá skyndilega kominn með gripin sömumegin og í stað þess að gefa Finnanum sitt þriðja shido fyrir þetta þá fær Ægir sitt þriðja shido og þar með var möguleiki á gullli úr sögunni. Ægir mætir næst Kevin Nestor frá Svíþjóð og vinnur hann eftir skamma viðureign á ippon. Í keppninni um bronsið mætir hann Markus Lambacka frá Finnlandi og vinnur hann einnig örugglega eftir stutta viðureign. Hér eru úrslitin.