Judomenn JR 2024

Tilkynnt var um val á Judomanni ársins 2024 miðvikudaginn 18. desember og er sá eða sú sem bestum árangri náði á árinu í senioraflokki kjörinn judomaður ársins. Þá er einnig valinn judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í U18/21 en hann getur aðeins verið kjörinn einu sinni. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Aðeins er valinn einn judomaður ársins hverju sinni, kona eða karl og það sama á við í U21 og þann efnilegasta. Sjálfboðaliði ársins var fyrst valinn 2022 og er hann heiðraður samhliða judomönnum ársins en í ár var enginn tilnefndur. Judomaður JR var fyrst valinn árið 2019.

Skarphéðinn Hjaltason er Judomaður JR 2024 og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann heiður. Skarphéðinn sem er tvítugur og keppir jafnan í -90 kg flokki stóð sig vel á árinu. Á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð var hann með silfur í -90 kg flokki karla og einnig í U21 árs aldursflokki karla . Á Copenhagen Open tapaði hann naumlega í úrslitum í -90 kg flokki karla. Hér heima stóð hann sig einnig frábærlega á árinu en hann varð Íslandsmeistari bæði í – 90 kg flokki og Opnum flokki karla. Á Reykjavík Judo Open (RIG) varð hann í þriðja sæti og með gullverðlaun á Vormóti JSÍ. Í U21 árs aldursflokki hér heima keppti hann í -100 kg flokki og sigraði á Íslandsmeistaramótinu og Afmælis og Vormóti JSÍ.

Romans Psenicnijs sem er sautján ára var kjörinn Judomaður JR 2024 í U21 árs aldursflokki og er það í annað sinn sem hann verður fyrir valinu en hann var einnig kjörinn 2023. Romans keppti í -73 kg flokki og er hér hans helsti árangur á árinu. Í U21 árs aldursflokki vann hann öll þau mót sem hann tók þátt í og einnig í U18 ára aldursflokki. Hann varð Íslandsmeistari í U21 árs aldursflokki og sigraði á Haustmóti, Vormóti og Afmælismóti JSÍ og endurtók svo leikinn á sömu mótum í U18 árs aldursflokki. Á Íslandsmeistramóti karla sigraði hann í -73 kg flokki og í Opnum flokki á sama móti varð hann í þriðja sæti. Hann sigraði einnnig bæði á Vormóti og Haustmóti JSÍ í karlaflokki. Að lokum þá tók hann bronsverðlaunin á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í U18 ára aldursflokki.

Orri Snær Helgason sem er 15 ára var kjörinn efnilegasti Judomaður JR 2024 í U18/21 árs aldursflokki. Hann keppti jafnan í -60 kg flokki og stóð sig alveg frábærlega. Í U21 árs aldursflokki sigraði hann á Íslandsmeistaramótinu, Afmælismóti JSÍ og Vormóti JSÍ og sömu mótum í aldursflokki U18 sigraði hann einnig. Hann keppti líka í karlaflokkum og sigraði á Vormóti JSÍ í -60 kg flokki, varð annar á Reykjavík Judo Open (RIG) í -60 kg flokki og á Íslandsmeistaramóti karla í -66 kg flokki tók hann silfurverðlaunin. Í liðakeppninni varð hann Íslandsmeistari með sínu liði bæði í U18 og U21 árs aldursflokkum.

Judomenn JR 20192020202120222023, 2024

Fv. Skarphéðinn Hjaltason, Romans Psenicnijs og Orrni Snær Helgason