Beltapróf hjá 5-6 ára á haustönn

Í dag tóku fjórtán börn í aldursflokknum 5-6 ára beltapróf í JR og stóðu þau sig öll alveg frábærlega og fengu fjólubláa strípu í beltið sitt en liturinn fer eftir aldri barns og er hann fjólublár hjá börnum 6 ára og yngri. Þau börn sem byrjuð í haust voru að fá sína fyrstu strípu en þau sem hafa verið lengur fengu sína aðra og þriðju strípu og ein stúlkan hún Ea Kjærnested fékk sína sjöttu strípu sem þýðir að hún hefur æft judo í þrjú ár en það er gefin ein strípa á önn eða tvær á ári. Verkefni barnanna er aðallega að sýna hvernig á að detta, bæði afturá bak og fram fyrir sig og passa höfuðið, fara í kollhnís og sýna eitt kastbragð. Ekki voru allir iðkendur í þessum aldursflokki mættir í dag svo að þau sem ekki komust, taka sitt beltapróf næst þegar þau mæta svo það mun enginn að missa af því. Hér má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og hér fyrir 11 ára og eldri