Íslandsmeistaramót seniora á morgun

Íslandsmót seniora 2023 verður haldið laugardaginn 22. apríl í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 13 og úrslitin í þeim flokkum og opni flokkurinn hefst svo kl. 14:00 og mótinu lýkur um kl. 16:00. Hér er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin.

Hægt er að fylgjast með mótinu í símanum með appinu Judo Mobile sem er hægt að nálgast á Google Play og kostar ekkert.