Hugo verður á æfingu í JR

Vinur okkar Hugo Lorain sem var þjálfari hjá JR 2017/2018 er væntanlegur í stutta heimsókn vikunni. Hann mun mæta á æfingu hjá framhaldsflokki á fimmtudag kl. 18:30 og föstudag kl. 17:15 hjá 11-14 ára og 18:30 hjá meistaraflokki. Æfingarnar verða opnar öllum og eru landsliðsmenn seniora og U18/21 sérstaklega hvattir til að mæta báða dagana. Hér neðar eru nokkar myndir af Hugo á æfingum og í keppni en hann keppti meðal annars á RIG 2018 og vann þar gullverðlaunin í -100 kg flokki.