Birmingham Junior European Cup 2023

Það er mikið um að vera þessa helgi hjá íslenskum judomönnum en um helgina munu sex keppendur spreyta sig á tveimur mótum og er annað þeirra Evrópumeistaramót í cadett flokki (U18) í Portúgal en þar er einn keppandi frá Íslandi ásamt þjálfara og hitt er Birmingham Junior European Cup (U21 árs) og eru þar fimm keppendur ásamt Gísla Egilsyni fararstjóra og þjálfara. Keppendur okkar í Birmingham eru þeir Kjartan Hreiðarsson og Daron Hancock sem keppa á morgun laugardag í -73 kg flokki og í -81 kg flokki eru þeir Böðvar Arnarsson og Mikael Ísaksson sem keppa á sunnudaginn ásamt Skarðhéðni Hjaltasyni í – 90 kg flokki. Keppnin hefst báða dagana kl. 8 að morgni að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira hér á vef IJF. Að lokinni keppni taka við tveggja daga æfingabúðir hjá strákunum. Hér er umfjöllun um mótið á vef EJU.