Helena Bjarnadóttir sem hefur æft og keppt fyrir JR frá því hún var barn og unnið til fjölda verðlauna mun flytja ásamt foreldrum sínum til Serbíu á næstu dögum og vera þar um einhver ókomin ár en móðir hennar hún Marija er þaðan. Helena mun æfa þar og keppa en stefnir jafnframt á að taka þátt í helstu mótum á Íslandi eins og RIG og ÍM en hún á titil að verja en hún varð Íslandsmeistari 2023 í seniora flokki bæði í -70 kg og opnum flokki. Við óskum Helenu og foreldrum hennar þeim Bjarna og Mariju alls hins besta og að þeim muni farnast vel á nýjum stað en þeirra verður sárt saknað í JR. Hér neðar eru nokkrar myndir frá ýmsum tímum.










