Dómaranámskeið JSÍ

Dómaranefnd JSÍ stóð fyrir dómaranámskeiði 25. janúar síðastliðinn og var það haldið í JR. Farið var yfir það nýjasta í reglum IJF og helstu áherslur og vafaatriði útskýrð. Námskeiðið var vel sótt en þátttakendur sem mættu á staðin auk leiðbeinenda voru fimmtán auk fjölmargra sem fylgdust með á Teams.