Evrópumeistaramótið 2023

Í gær lögðu af stað til Frakklands þeir Kjartan HreiðarssonHrafn Arnarsson og Karl Stefánsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara en þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramótinu sem hefst í dag í Montpellier og stendur yfir í þrjá daga. Evrópumeistaramótið er eitt allra sterkasta mótið sem haldið er í heiminum ár hvert því judohefðin er mikil í Evrópu og nánast hver einasti keppandi er öflugur judomaður og því fáir veikir hlekkir. Þátttakendur að þessu sinni eru frá 46 þjóðum 217 karlar og 169 konur alls 386 keppendur.

Á morgun laugardaginn 4. nóv. keppa þeir Kjartan og Hrafn en Karl keppir svo á sunnudaginn og hefst keppnin báða dagana kl. 9 á okkar tíma. Kjartan sem keppir í -73 kg flokki á aðra viðureign á velli þrjú og mætir hann Daniel Szegedi (HUN) sem situr í 72. sæti heimslistans. Hrafn keppir í -81 kg flokki situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo annað hvort Lachlan Moorhead (GBR) sem er í 25. sæti heimslistans eða Theodoros Demourtsidus (GRE) sem er í 68. sæti heimslistans í tólftu viðureign á velli tvö sem gæti verið um kl. 9:45. Karl sem keppir í +100 kg flokki á fimmtu viðureign á velli 3. sem gæti verið um kl. 9:20 og mætir hann Balyevskyy Yevheniy (UKR) sem er í 34 . sæti heimslistans. Hér er drátturinn og fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.