Alþjóðlegi Judo dagurinn 28. október

Alþjóðlegi Judo-dagurinn er á morgun 28. október á fæðingardegi Jigoro Kano Shihan stofnanda Judo. Þemað í ár er “komdu með vin” svo við hvetjum alla til þess að taka með sér vin eða vini á æfingu í dag og næstu daga og prófa judoíþróttina. Fögnum deginum og komum með vin á æfingu.