
Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfarai fór með sex keppendur til Tékklands en þeir munu keppa á Prag Open 2018 næsta sunnudag en mótið hefst á morgun í léttari flokkum. Þátttakendur eru frá Íslandi eru þeir Árni Lund, Breki Bernharðsson og Logi Haraldsson sem allir keppa í -81 kg flokki, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura í -90 kg og Þormóður Jónsson í +100 kg. Að loknu móti fara þeir í OTC æfingabúðirnar í Nymburk en þar verða samankomnir flestir bestu judomenn heims. Hér er keppendalistinn og drátturinn og hér má fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hefst það kl. 9 að Íslenskum tíma báða dagana.

Góumótið sem halda átti fyrir viku en var frestað vegna veðurs var haldið í dag. Yfir fjörtíu keppendur voru upphaflega skráðir til keppni en breytt dagsetning hefur eflaust haft eitthvað með það að gera að ekki skiluðu sér allir í dag en keppendur voru þrjátíu og komu frá eftirfarandi judoklúbbum, Grindavík, ÍR, JR, Selfossi og Þrótti. Góumótið er keppni yngstu iðkendanna (8-10 ára) og þar eru allir sigurvegarar og fá gullverðlaun fyrir þátttökuna. Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir saman í flokkum. Mótið í dag var frábær skemmtun og börnin sýndu oft á tíðum ótrúlega flott judo miðað við unga aldur. Það má ljóst vera að mikil gróska er hjá öllum klúbbum landsins í yngstu aldursflokkunum eins og sjá mátti á Góumótinu í dag og afmælismóti JSÍ í gær en tæplega hundrað og fimmtíu keppendur voru skráðir til leiks frá níu klúbbum á þessi mót. Hér eru 

















Afmælismót Judosambands Íslands í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 var haldið um helgina í JR. Við vorum með með 10 keppendur og gekk okkar mönnum bara nokkuð vel en við unnum fimm gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Hér eru 









Þar sem metþátttaka (100 keppendur) er í Afmælismóti JSÍ (U13/U15/U18/U21) sem haldið verður laugardaginn 17. feb. og ekki hægt að færa mótið í annað húsnæði verður það haldið í JR eins og áætlað var. Mótið hefst kl. 10 og lýkur um kl 16:00 en ekki um kl. 14 eins og reiknað var með.

Danish Open 2018





Reykjavik Judo Open 2018 – 









Þeir félagar Egill Blöndal og Breki Bernharðsson frá Judodeild Selfoss kepptu á 