Egill með brons í Skotlandi

Þeir félagar Egill Blöndal og Breki Bernharðsson frá Judodeild Selfoss kepptu á Opna Skoska í gær og stóðu sig býsna vel en Egill varð í þriðja sæti sem er frábært. Egill sem keppir í -90 kg flokki vann fyrstu tvær viðureignirnar og var þar með kominn í undanúrslit en þar tapaði hann því miður og komst ekki í úrslitin. Hann keppti því síðar um daginn um bronsverðlaunin og vann þar sína þriðju viðureign og þar með bronsverðlaunin. Breki keppti í -81 kg flokki en þar voru keppendur  tuttugu og einn. Hann  vann fyrstu viðureign en tapar þeirri næstu. Hann fær þó uppreisnarglímu sem hann vinnur en tapar svo þeirri fjórðu og var þar með úr leik. Hér er -90 kg flokkurinn og hér er -81 kg flokkurinn.