Dagskrá Afmælismóts yngri og Góumótið

Þar sem metþátttaka (100 keppendur) er í Afmælismóti JSÍ (U13/U15/U18/U21) sem haldið verður laugardaginn 17. feb. og ekki hægt að færa mótið í annað húsnæði verður það haldið í JR eins og áætlað var. Mótið hefst kl. 10 og lýkur um kl 16:00 en ekki um kl. 14 eins og reiknað var með.
Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 hjá U13 og U15 og kl. 11-11:30 hjá U18 og U21.

Keppni U13 og U15 (62 viðureignir) hefst kl. 10 og lýkur um kl 12 og þá hefst keppni U18 (46 viðureignir) sem lýkur um kl. 14 og þá tekur við U21 (28 viðureignir) sem lýkur þá um kl 15:30 og mótslok um kl. 16:00.

Þar sem fyrirsjánlegt er að Afmælismótinu ljúki ekki fyrr en um kl 16:00 er ekki forsvaranlegt að halda Góu mótið (40 keppendur + aðstandendur) í framhaldi af því ef tímasetningar færu úr skorðum.

Góumótið (8-10 ára) verður því haldið daginn eftir þ.e. sunnudaginn 18 febrúar hjá JR og eru tímasetningar eins og áður. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 og mótið hefst svo kl.10 en mótslok verða fyrr en áætlað var eða um kl. 12:00.