Reykjavik Judo Open 2018

Reykjavík Judo Open er alþjóðlegt judo mót sem haldið verður í Laugardalshöllinni 27. janúar næstkomandi.  Það er met þátttaka erlendra keppenda og margir þeirra eru verðlaunahafar frá Grand Slam og Grand Prix mótunum. Það  verður því erfiður róðurinn hjá okkar mönnum en allir  okkar bestu judo menn og konur verða með. Komið og sjáið heimsklassa judo sem er bæði standandi viðureignir og gólfglíma sem gæti verið áhugavert fyrir þá sem stunda jiu-jitsu.