Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn 19. okt. og verður þá vigtað frá kl. 12:00 til 12:30. Mæta tímanlega í vigtun því eftir að henni lýkur kl. 12:30 eru þeir afskráðir sem mættu ekki.
Keppnin hefst svo kl. 13:00 og ætti að ljúka um kl. 16:00. Börn 7-8 ára frá 13-14, börn 9-10 ára frá 14-15 og keppni barna 11-14 ára hefst líklega um kl. 15 en vera samt viðbúin því að hún gæti hafist eitthvað fyrr.
Afmælismót JR 2024 í yngri aldursflokkum verður haldið laugardaginn 19. október og hefst það kl. 13:00. Mótið er opið öllum klúbbum, engin lágmarksgráða og keppt í eftirfarandi aldursflokkum. Aldursflokkar: U8, U9, U10 og U11 (7, 8, 9 og 10 ára) fæðingarár,2017, 2016, 2015, 2014. Aldursflokkar:U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára)fæðingarár, 2013, 2012 og 2011 og 2010.
Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir þá vigtaðir frá kl. 12:00 til 12:30. Mæta tímanlega í vigtun því eftir að henni lýkur kl. 12:30 eru þeir afskráðir sem mættu ekki.
Keppnin hefst svo kl. 13:00 og ætti að ljúka um kl. 16:00. Börn 7-10 ára frá 13:00-14:30 og börn 11-14 ára frá 14:30-16:00 Tímasetningar gætu breytst svo nánari tímasetning verður tilkynnt að lokinni skráningu.
Skráning til miðnættis 16. október í skráningarkerfi JSÍ. Keppnisgjald 1.000 kr greiðist af félagi viðkomandi keppanda.
Athugið að það eru klúbbarnir sem sjá um skráningu keppenda, ekki foreldrar.
Haustmót JSÍ sem undanfarin ár hefur verið haldið í Grindavík var haldið 5. október en í Reykjanesbæ að þessu sinni þar sem Grindavík var ekki í boði sökum ástandsins þar. Mótið sem hófst kl. 12:00 gekk vel fyrir sig, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og fullt af spennandi og skemmtilegum viðureignum og lauk mótinu kl. 16. Keppendur voru frá níu klúbbum alls sjötíu og fimm og keppt var í öllum aldursflokkum. Keppendur frá JR voru þrjátíu og stóðu þeir sig býsna vel en þeir unnu alls sextán gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Aðrir klúbbar sem unnu til gullverðlauna voru Grindavík og Ármann með þrenn gullverðlaun, JRB, Selfoss og Tindastóll með tvö og JS eitt. Óskum við keppendum öllum til hamingju með árangurinn. Hér eru úrslitin, myndir frá mótinu og video klippa væntanleg.
Haustmót JSÍ 2024 verður haldið laugardaginn 5. október í Íþróttahúsi Akurskóla að Tjarnarbraut 5 í Reykjanesbæ. Mótið hefst kl. 12 með keppni í aldursflokkum U13 og U15 sem ætti að ljúka um kl. 13 og hefst þá keppni í aldursflokki U18. Strax að lokinni þeirri keppni hefst keppni hjá U21 árs sem áætlað er að hefjist um kl. 14 og senioraflokkur hefst svo um 14:30 og mótslok áætluð kl. 16. Vigtun hjá JR föstudaginn 4. okt. frá 18-19. eða á mótsstað á keppnisdegi fyrir alla flokka frá 11-11:30. Keppendur í U18 geta líka vigtað sig á keppnisdegi til kl. 12:30 og U21 og seniorar til kl. 13:30. Ef vigtað er á keppnisdegi mega keppendur vera mest 1. kg yfir þyngdarmörkum í ölum aldursflokkum.
Judofélag Reykjavíkur er búið að ganga frá ráðningarsamningi við Zaza Simonishvili og mun hann þjálfa hjá JR næstu fjögur árin hið minnsta og mun hann koma að þjálfun hjá flestum aldursflokkum ásamt öðrum JR þjálfurum. Zaza er gríða öflugur judomaður eins og allir judomenn á Íslandi hafa kynnst og frábær þjálfari og félagi. Við teljum okkur afar heppna að fá að njóta starfskrafta hans og leiðsagnar og bjóðum hann velkominn til starfa. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrstu æfingu með honum í vikunni.
Aðalsteinn og Zaza á síðustu æfingu fyrir Georgíu æfingaferðina
Byrjenda og framhaldsnámskeið 5-6 ára barna á laugardögum kl. 10 Byrjenda og framhaldsnámskeið 7-10 ára barna á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára barna mánudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 17 Byrjendanámskeið 15 ára og eldri mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20 Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga Meistaraflokkur og framhald 15 og eldri alla daga vikunnar sjá stundatöflu. Kvennatími byrjendur ogframhald 15 ára og eldri mánudaga og miðvikudaga kl. 17
————————————————————————————————————————————————————- Byrjendur fá fría prufutíma, komdu og prófaðu í viku, það er frítt. Ekki þarf að skrá sig í prufutíma, bara mæta á staðinn í réttan tíma og láta vita af sér, en það væri samt gott að fá tilkynningu um það á netfangið jr@judo.is. Nóg er að mæta með síðar íþróttabuxur og bol. Judobúningar fást hjá JR. ————————————————————————————————————————————————————- Ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er hér gengið frá skráningu og námskeiðsgjaldi. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Aðalsteinn Björnsson er kominn heim frá Georgíu þar sem hann dvaldi og æfði í tæpar tvær vikur en þangað fór hann ásamt Zaza Simonishvili þjálfara sínum sem er þaðan. Það stóð heima að hann átti eftir hitta nokkra af bestu judomönnum heims og æfa með þeim. Á meðal þeirra voru Beka Gviniashvili og Luka Maisuradze, tveir fyrrum heimsmeistarar og margfaldir verðlaunahafar á EM og Grand Slam mótunum. Meðfylgjandi eru myndir af þeim og Alla í Tbilisi.
Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst með æfingum hjá meistaraflokki, byrjendum og framhaldi 15 ára og eldri og börnum 11-14 ára. Æfingar barna 7-10 ára hefjast svo þriðjudaginn 20. ágúst sem og Gólfglíma15 ára og eldri og að lokum hefjast svo æfingar barna 5-6 ára laugardaginn 24. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst hefst svo Kvennatími, æfingar sem bara eru ætlað konum 15 ára og eldri og eru í umsjá margfalds Íslandsmeistara Daníelu Rutar Daníelsdóttur og Íslandsmeistararnir, tveir af okkar bestu judomönnum þeir Aðalsteinn Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason munu sjá um æfingar hjá byrjendum 15 ára og eldri.
Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol en Judobúninga er hægt að fá hjá JR.
Ellert B. Schram sem hóf æfingar hjá JR á síðasta ári tók gráðupróf fyrir 4. kyu (appelsínugult belti) í vikunni og stóðst það að sjálfsögðu með glæsibrag. Hér neðar er Ellert ásamt félaga sínum Guðmundi Jónassyni þjálfara hjá JR að loknu prófi. Til hamingju með áfangann.
Aðalsteinn Björnsson hélt af stað á þriðjudaginn til Georgíu ásamt Zaza Simonishvili landsliðaþjálfara sem er þaðan og mun hann æfa í judoklúbbum í Tbilisi næstu tvær vikurnar. Þar á hann eflaust eftir að hitta og æfa með topp judomönnum en eins og allir áhugamenn um judo vita að þá á Georgía marga af bestu judomönnum heimsins, bæði evrópu, heims og Ólympíumeistara. Myndin hér neðar er tekin á æfingu í JR á mánudaginn.
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.