Gull og brons á SWOP í dag

Á Opna Sænska í dag í aldursflokki U21 árs sigraði Úlfur Böðvarsson 90 kg flokkinn og Árni Lund varð þriðji í -81 kg flokki. Þetta var öruggur sigur hjá Úlfi en hann lagði alla sína andstæðinga á ippon og var það vel gert því hann hafði meitt sig á öxl tveimur dögum fyrir mót og var óvíst hvort hann gæti keppt en hann ákvað að láta slag standa. Auk þess að vinna gullverðlaunin fékk Úlfur sérstakan bikar fyrir ippon kast dagsins.

Árni tapaði hinsvegar fyrstu viðureign sem hann var langt kominn með að vinna þar sem andstæðingur hans var kominn með tvö refsistig og hefði tapað á því þriðja. Í einni sókn sinni gerði hann mistök og var kastað á mótbragði og þar með var möguleiki á sigri úr sögunni. Hann fékk uppreisnarglímu og gerði þá engin mistök og vann næstu þrjár glímur öruggt og allar á ippon og tók bronsið.

Grímur Ívarsson sem keppti sama flokki og Úlfur barðist um bronsverðlaunin og var ekki langt frá því að innbyrða þau en hann var yfir á stigum og ekki mikið eftir þegar andstæðingi hans tókst að koma góðu bragði á hann og skoraði ippon og þar með var glímunnni lokið og Grímur endaði því í 5. sæti. Oddur Kjartansson einnig í U21 keppti í -73 kg flokki þar sem keppendur voru nítján og tapaði hann fyrstu glímu en þar sem mótherji hans komst áfram (brons) fékk Oddur uppreisnarglímu en tapaði henni líka og var úr leik.

Strákarnir í U18 þeir Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson eru aðeins 15 ára og því á yngsta ári í flokknum. Að sögn Hermann Unnarssonar landsliðasþjálfara sem var með hópnum þá börðust þeir vel en það dugði þó ekki til því þó svo að þeir séu útsjónarsamir judomenn og í góðu formi þá munaði of miklu á líkamlegum styrk þeirra og andstæðinga þeirra sem voru allt að tveimur árum eldri og töpuðu þeir sínum glímum og fengu ekki uppreisn.

Árni Lund – Brons -81 kg
Úlfur Böðvarsson – Gull -90 kg

Systkini heimsmeistarar

Ríkjandi heimsmeistari Hifumi ABE (JPN) vann sinn annan heimsmeistaratitil í dag fyrir Japan í 66 kg flokki en fyrr um daginn hafði hann horft frá upphitunnasvæðinu á systur sína Uta ABE vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil í -52 kg flokki. Sigur systkina á sama heimsmeistaramóti er eitt af ótrúlegustu afrekum í sögu þeirra en meira hér.

Keppa á SWOP 2018 á morgun

Í morgun lögðu af stað til Svíþjóðar sex keppendur sem munu taka þátt í Opna Sænska cadett og juniora sem haldið verður laugardaginn 22. september í Haninge. Hermann Unnarsson landsliðsþjálfari yngri liða valdi þá Árna Lund, Grím Ívarsson og Úlf Böðvarsson til fararinnar og eru þeir allir í U21 árs aldursflokki  en sitthvorum þyngdarflokknum, Árni í -81 kg flokknum og Grímur og Úlfur í -90 kg flokki.  Einnig munu þrír JR ingar taka þátt í mótinu en það eru þeir Oddur Kjartansson sem keppir í aldursflokki U21 árs í -73 kg þyngdarflokki og Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson sem keppa báðir í aldursflokknum U18 ára og í -73 kg þyngdarflokki. Þátttakendur eru rúmlega 220 frá sex þjóðum, hér er keppendalistinn og hægt verður að fylgjast með gangi mótsin hér. Á meðfylgjandi mynd vantar Hermann og Árna.

Lagðir af stað á HM í Baku

Keppendur okkar á Heimsmeistaramótinu í judo sem haldið verður í Baku dagana 20-26 september héldu þangað af stað í nótt ásamt landsliðsþjálfara Jóni Þór Þórarinssyni og verða þeir komnir á áfangastað um kl. 20 í kvöld. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn Iura keppanda frá Congo í -81 kg flokki en Egill Blöndal mætir keppanda frá Pakistan í -90 kg flokki. Sveinbjörn keppir sunnudaginn 23. sept. og Egill 24. sept. Keppnin hefst kl. 10 að morgni í Baku alla keppnisdagana en þá er klukkan á Íslandi sex að morgni þar sem Baku er fjórum klukkustundum á undan okkur. Þeir sem hafa aðgang að Eurosport geta fylgst þar með keppninni í beinni útsendingu en einnig verður hægt að sjá hana í beinni útsendingu á netinu og er keppnisröðin hér.

Jón Þór, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura.

Flott mæting á opna landsliðsæfingu

Það var frábær mæting eða um 25 manns sem mættu á opna landsliðsæfingu s.l. föstudag og var vel tekið á því í tæpa tvo tíma. Allflestir bestu judomenn landsins voru þar samankomnir til að styðja og aðstoða þá félaga Sveinbjörn Iura og Egil Blöndal í lokaundirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Baku. Þetta var síðasta landsliðsæfingin fyrir mótið og  leggja þeir af stað ásamt landsliðsþjálfara, Jóni Þór Þórarinssyni til Azerbaijan næsta miðvikudag.







HM þátttakendur Íslands 2018

Umfjöllun um HM keppendur

IJF er með umfjöllun um alla keppendur á heimsmeistaramótinu í Baku og birtir hana í nokkrum hlutum. Fyrsti hluti sem er um þjóðir frá A-F kom í byrjun september, annar hluti G-K kom á miðvikudaginn og þar er meðal annara umfjöllun um Íslensku keppendurna.

Iceland (ISL)

Sveinbjorn IURA-81kg

Icelandic Championships gold medallist IURA, 29, will make his third start at a World Championships. IURA has a Japanese father and Icelandic mother and regularly visits Japan for training camps which are straightforward logistically as the -81kg judoka speaks fluent Japanese. As the lightest member of Iceland’s two-man team for the Worlds, IURA will be the first to compete and will be bidding for his first contest win at the showpiece event of the IJF World Judo Tour.

Egill BLONDAL -90kg

Welsh Open bronze medallist BLONDAL, 21, won gold at his national championships in May to cement his place in Iceland’s World Championships team for Baku. Koshi-guruma specialist BLONDAL has won most of his medals in the Nordic region but has time on his side as he looks to establish himself on the international stage. The Icelandic talent will believe that he possesses the skills and desire to secure his first contest win on the Worlds stage.

Heimsmeistaramótið í Baku

Heimsmeistaramótið í judo verður haldið í Baku í Azerbaijan dagana 20-27 september næstkomandi. Þar munu þeir Egill Blöndal (-90 kg) og Sveinbjörn Iura (-81) verða á meðal þátttakenda og með þeim í för Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari. Til stóð að keppendur okkar yrðu fleiri en Logi Haraldsson átti einnig að keppa á mótinu en hann meiddist í æfingabúðum í Hollandi fyrir tveimur vikum og er ekki orðinn keppnisfær og missir því af mótinu. Það gerir Þormóður Jónsson einnig en hann gat ekki gefið kost á sér þar sem hann er upptekinn í vinnu. Það er gríðarleg þátttaka á mótinu en keppendur eru 810 frá 131 þjóð, karlarnir 497 og konurnar 313.  Í 81 kg flokknum hjá Sveinbirni eru 70 keppendur og í -90 kg hjá Agli eru þeir 84. Sveinbjörn keppir sunnudaginn 23. september og Egill daginn eftir.  Hér verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hér er keppendalistinn. Mótið verður einnig sýnt á Eurosport.