Bjarni Skúla keppir á EM á morgun

Bjarni Skúlason keppir á morgun á Evrópumeistaramóti lögreglumanna í Györ í Ungverjalandi. Mótið er haldið fjórða hvert ár og árið 2015 varð Bjarni í sjöunda sæti í -100 kg flokki. Mótið hófst í dag og á morgun keppir Bjarni í -100 kg flokki. Honum til aðstoðar er hinn öflugi judomaður og vinur okkar Arnar Marteinsson. Því miður er ekki mikið um upplýsingar um mótið en hér má sjá öll úrslitin. Hér er myndband frá 2015 og þar má sjá Bjarna (5:40 mín) taka glæsilegt Tai otoshi kast og í þjálfaraboxinu má sjá Gísla Þorsteinsson margfaldan íslandsmeistara og fyrsta Norðurlandameistara Íslendinga. Ef það verður bein útsending frá mótinu verður linkur settur inn hér. Gangi ykkur félögum vel í Györ.

Bjarni á síðustu æfingu (8. maí) fyrir EM í Gyor