IJF dómara og þjálfararáðstefna í Mittersill

JSÍ dómararnir þeir Björn Sigurðarson og Sævar Sigursteinsson taka nú þátt í IJF dómara og þjálfararáðstefnu sem haldin er í Mittersill dagana 13-16 janúar samhliða OTC æfingabúðunum þar. Þar er farið yfir allar helstu áherslur í dómgæslu og dómarareglunum. Þeir félagar munu síðan koma þeim upplýsingum áfram til okkur hinna á dómara og þjálfaranámskeiði JSÍ. Á myndinni sem fylgir má greina þá félaga í hægri röð þeirri öftustu lengst til vinstri.

Á OTC í Mittersill

Stór hópur landsliðsmanna dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Þetta eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þessar æfingabúðir koma sér vel í undirbúningi okkar manna fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 26. janúar og að sjálfsögðu önnur verkefni sem fyrirhuguð eru í framhaldi af því eins og Grand Slam í París og Dusseldorf og svo Matsumae Cup í Danmörku. Hér neðar er mynd af þátttakendum okkar í Mittersill.

Aftari röð fv. Sveinbjörn, Hrafn, Úlfur, Árni, og Ægir og fremri röð fv. Alexander, Breki og Oddur

Byrjenda og framhaldsnámskeið 2019

Starfssemin hefst á ný á morgun 7. janúar samkvæmt stundaskrá. Ný byrjenda og framhaldsnámskeið eru að hefjast. Námskeiðin eru fyrir konur og karla og í aldursflokkum 8-10 ára, 11-14 ára og 15 ára og eldri. Helstu upplýsingar og skráningarform má finna hér. Myndirnar hér neðar eru frá starfinu og JR-ingum á æfingu og í keppni. Myndband á facebook.

Fyrsta æfing 2019

Það mættu tæplega þrjátíu manns í gær frá fjórum klúbbum á fyrstu æfingu ársins. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í lok æfingar. Næsta æfing verður á morgun kl. 18:30 og eru allir velkomnir.

Júdomenn ársins 2018

29.12.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veitir viðurkenningar til íþróttamanna sérsambanda ár hvert á sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við kjör á Íþróttamanni ársins. Í gær fór afhendingin fram fyrir árið 2018 í Silfurbergi í Hörpu og þar fengu þau Ingunn Rut Sigurðardóttir (JR) og Sveinbjörn Jun Iura (JDÁ) sínar viðurkenningar.

Æfingar til áramóta

Það er komið jólafrí í öllum aldursflokkum nema 15 ára og eldri og verða æfingar á eftirtöldum dögum til áramóta.

Fimmtudaginn 20. des og föstudaginn 21. des kl. 18:30-20:00

Fimmtudaginn 27. des og föstudaginn 28. des. kl. 18:30-20:00

Fyrstu vikuna á nýju ári verða æfingar miðvikudaginn 2. jan og föstudaginn 4. jan. kl. 18:30-20:00

Reglulegar æfingar 2019 í öllum aldursflokkum hefjast svo aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. jan. Nánar auglýst síðar.