Keppa í Luxembourg um helgina

Fjölmennt lið úr yngsta aldursflokki JR lagði af stað í dag til Luxemborgar. Þar munu þau keppa á alþjóðlegu móti sem haldið verður á morgun, laugardaginn 8. júní í Differdange. Þau kepptu á þessu móti í fyrsta skipti í fyrra og náðu þá glæsilegum árangri en þá unnu þau fimm gullverðlaun í aldursflokki U11 ára. Mótið heitir Challenge International  de la Villa Differdange og er fyrir bæði kynin í aldursflokkum U9 – U11 – U13 – U15 og U18. Við keppum í  aldursflokkum U11, U13 og núna einnig í U15. Í fyrra vorum við með sex keppendur en í ár verða þeir tíu og þeim fylgja  þjálfarar og foreldrar en hópurinn telur alls tuttugu og tvo aðila. Keppendur okkar í U11 eru þau Emma Thueringer og Orri Helgason, í U13 eru þau Helena Bjarnadóttir, Elías Þormóðsson, Jónas Guðmundsson, Matas Naudziunas og Romans Psenicnijs og í U15 þau Daniele Kucyte, Daron Hancock og Aðalsteinn Björnsson. Því miður komust þau Weronika Komendera og Mikael Ísaksson ekki með að þessu sinni en þau voru með í fyrra. Þetta er í fimmta sinn sem þetta mót er haldið og hefur keppendum og þátttökuþjóðum fjölgað verulega frá því að það var fyrst haldið2015 en þá voru keppendur 107 frá þremur þjóðum (LUX, FRA, GER) og keppt á tveimur völlum. Í fyrra var keppt á fjórum völlum og þátttökuþjóðirnar orðnar tíu og keppendur vel yfir þrjúhundruð. 

Þjálfarar og keppendur á síðustu æfingu fyrir Lux. á myndina vantar Orra og Romans.