Því miður tókst okkur mönnum ekki vel upp á mótinu Birmingham Junior European Cup) en þeir töpuðu allir fyrstu glímu en þó eftir mislangan tíma og voru þar með fallnir úr keppni nema Daron en hann fékk uppreisnarglímu (sem hann tapaði) þar sem að andstæðingur hans í fyrstu glímu komst í átta manna úrslit. Allir sem tapa fyrir þeim sem komast í átta manna úrslit eða lengra fá uppreisnarglímu og ef þeir vinna þá glímu halda þeir áfram en annars eru þeir endanlega fallnir úr keppni. Þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi eru drengirnir þó reynslunni ríkari og munu taka þátt í tveggja daga æfingabúðum áður en lagt verður af stað heim.
Keppni lokið á EM Cadett
Evrópumeistaramót 2023 í Cadett aldursflokki (15-17 ára) var haldið í Portugal dagana 22. til 24. júlí og var Arnar Arnarsson frá Selfossi á meðal keppenda og með honum í för var Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Arnar keppti í -90 kg flokki og mætti Emil Jabiyev frá Svíþjóð sem er í 37 sæti heimslistans og varð Arnar að lúta í lægra haldi gegn honum. Þar sem að Emil tapaði næstu viðureign þá var ekki lengur möguleiki á uppreisnarglímu fyrir Arnar og þátttöku hans þar með lokið. Hægt er að kaupa áskrift að JudoTv en þar er hægt að sjá allar glímur mótsins og fjölda annara móta.
Helena Bjarna að flytja til Serbíu
Helena Bjarnadóttir sem hefur æft og keppt fyrir JR frá því hún var barn og unnið til fjölda verðlauna mun flytja ásamt foreldrum sínum til Serbíu á næstu dögum og vera þar um einhver ókomin ár en móðir hennar hún Marija er þaðan. Helena mun æfa þar og keppa en stefnir jafnframt á að taka þátt í helstu mótum á Íslandi eins og RIG og ÍM en hún á titil að verja en hún varð Íslandsmeistari 2023 í seniora flokki bæði í -70 kg og opnum flokki. Við óskum Helenu og foreldrum hennar þeim Bjarna og Mariju alls hins besta og að þeim muni farnast vel á nýjum stað en þeirra verður sárt saknað í JR. Hér neðar eru nokkrar myndir frá ýmsum tímum.
Birmingham Junior European Cup 2023
Það er mikið um að vera þessa helgi hjá íslenskum judomönnum en um helgina munu sex keppendur spreyta sig á tveimur mótum og er annað þeirra Evrópumeistaramót í cadett flokki (U18) í Portúgal en þar er einn keppandi frá Íslandi ásamt þjálfara og hitt er Birmingham Junior European Cup (U21 árs) og eru þar fimm keppendur ásamt Gísla Egilsyni fararstjóra og þjálfara. Keppendur okkar í Birmingham eru þeir Kjartan Hreiðarsson og Daron Hancock sem keppa á morgun laugardag í -73 kg flokki og í -81 kg flokki eru þeir Böðvar Arnarsson og Mikael Ísaksson sem keppa á sunnudaginn ásamt Skarðhéðni Hjaltasyni í – 90 kg flokki. Keppnin hefst báða dagana kl. 8 að morgni að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira hér á vef IJF. Að lokinni keppni taka við tveggja daga æfingabúðir hjá strákunum. Hér er umfjöllun um mótið á vef EJU.
F.v. Mikael, Kjartan, Skarphéðinn og Daron
Keppir á EM Cadett á morgun
Evrópumeistaramót Cadett þ.e. aldursflokkur 15-17 ára stendur nú yfir í Portúgal og á meðal keppenda er Arnar Arnarsson frá Selfossi og með honum í för er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Arnar keppir á morgun, laugardaginn 24 júní í – 90 kg flokki og hefst keppnin kl. 9 að íslenskum tíma og mætir hann Emil Jabiyev frá Svíþjóð sem er í 37 sæti heimslistans í cadett flokki. Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira hér á vef IJF.
Brons á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikarnir voru haldnir á Möltu dagana 29. maí til 3. júní og voru tíu íslenskir þátttakendur í judo á meðal keppenda en alls voru keppendur sjötíu frá níu þjóðum. Í einstaklingskeppninni 30. maí, náðu þeir Árni Pétur Lund -90 kg og Egill Blöndal -100 kg bestum árangri en þeir unnu til bronsverðlauna. Helena Bjarnadóttir -63 kg, Weronika Komendera -52 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg kepptu einnig um bronsverðlaun en töpuðu þeirri viðureign og enduðu í 5. sæti. Sveitakeppninni fór fram 1. júní og kepptum við aðeins í karlasveit. Keppt er í þremur þyngdarflokkum -66kg(-60kg og -66kg), -81kg(-73kg og -81) og -100kg og var sveitin skipuð þeim Aðalsteini Björnssyni og Kjartani Hreiðarssyni í -81kg og Árna Pétri Lund og Agli Blöndal í -100kg. Því miður var sveitin ekki fullskipuð þar sem Romans Psenicnijs -66 kg var frá keppni vegna meiðsla svo sveitin byrjaði alltaf með eitt tap. Fyrst mættum við Monaco og tapaðist sú keppni með einum vinningi gegn tveimur (Kjartan tapaði en Árni vann). Næst mættum við Lichtenstein og fór hún eins, við töpuðum með einum vinningi gegn tveimur (Kjartan vann en Egill tapaði) og þar með vorum við úr leik. Á vef JSÍ má sjá nánari umfjöllun um einstaklingskeppnina og liðakeppnina. Upplýsingar um keppnina og úrslit má finna víða eins og hér hjá IJF sem og hér og á heimasíðu EJU er líka hægt að sjá úrslitin og skoða myndasafn frá leikunum. Hér eru pdf skjöl, keppnisgögn, úrslit, skipting verðlauna.
Fimm nýjir svartbeltar í JR
Það fjölgaði svartbeltunum í JR í gær en þá tóku fimm aðilar gráðupróf í 1. dan og stóðust það með glæsibrag. Þeir sem þreyttu prófið voru, Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Ingólfur Rögnvaldsson, Romans Psenicnijs og Skarphéðinn Hjaltason. Myndirnar hér neðar eru af drengjunum og prófdómurum. Til hamingju með áfangann.
Smáþjóðaleikarnir 2023 á Möltu
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Möltu dagana 29. maí til 3. júní. Tíu Íslenskir þátttakendur í judo verða á meðal keppenda en það eru þau Aðalsteinn Karl Björnsson, Árni Pétur Lund, Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Helena Bjarnadóttir, Karl Stefánsson, Kjartan Logi Hreiðarsson, Romans Psenicnijs, Skarphéðinn Hjaltason og Weronika Komendera. Með þeim í för eru flokkstjóri og þjálfarar þeir Þormóður Árni Jónsson og Zaza Simonishvili. Góða ferð og gangi ykkur vel.
Þriðjudaginn 30. maí verður einstaklingskeppnin og hefst hún kl. 9:30 að íslenskum tíma og úrslit kl. 16 og liðakeppnin verður svo 1. júní á sömu tímum og einstaklingskeppnin. Hægt er að horfa á keppnina í beinni útsendingu og einnig eru upplýsingar um keppnina á vef IJF.
Fremri v-h. Gísli, Kjartan, Egill og Aðalsteinn. Á myndina vantar Karl og Romans.
Síðustu æfingar á vorönn
Nú fer að líða að síðustu æfingum á vorönn. Á morgun er næstsíðasta æfing barna 7-10 ára og sú síðasta á þessari önn verður svo á fimmtudaginn (27. maí) og munu börn úr aldurshóp 5-6 ára einnig mæta á þá æfingu og er það jafnframt síðasta æfing þeirra á önninni. Á þessari æfingu munu börnin fá afhent viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna. Síðasta æfing hjá 11-14 ára og framhaldi 15 ára og eldri verður miðvikudagurinn 31. maí.
Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr framhaldi 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:00-19:30.
Beltapróf 5-6 ára á vorönn 2023
Á æfingu barna 5-6 ára laugardaginn 13. maí var beltapróf fyrir börnin og fengu þau nýja strípu í beltið sitt að loknu prófi. Þau sem tóku prófið voru Ea Kjærnested, Auður Elídóttir, Marinó Elíson, Haukur Kristmundsson, Alex Paulsson, Aron Arnarsson, Ásgrímur Jónsson, og Elsa Friðgeirsdóttir og stóðu þau sig alveg frábærlega og fengu strípu á beltið sitt í viðeigandi lit en litirnir á strípunum segja til um aldur barns og fjöldi segir til um hve lengi hefur verið æft. Fyrir börn 6 ára og yngri eru strípurnar fjólubláar en síðan kemur gul, (7 ára), rauð (8 ára) græn (9 ára) og blá (10 ára) og tvær strípur þýðir eitt ár. Á þessa æfingu mættu börn úr eldri hóp til að fylgjast með systkynum sínum og eru þau með á myndinni hér neðar en Gustav er bróðir Eu, Auður er systir Marinós og Freyja er systir Elsu.