Evrópumeistaramótið 2024

Karl Stefánsson úrJudodeild Ármanns keppti í gær á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Zagreb í Króatíu dagana 25-27 apríl og er það eitt allra sterkasta mót sem haldið er í heiminum ár hvert og er hver einasti keppandi öflugur judomaður og fáir veikir hlekkir. Þátttakendur voru frá 47 þjóðum, 240 karlar og 187 konur eða alls 427 keppendur. Karl sem keppti í +100 kg flokki þar sem voru 27 keppendur mætti Khamzat Saparbaev (FRA) sem er í 113 . sæti heimslistans. Því miður þá tapaði Karl fyrir honum og var þar með dottin úr keppninni því það er engin uppreisn nema hjá þeim sem komast í átta manna úrslit og tapa þar. Hér er drátturinn og á JudoTv er hægt að sjá flestar glímur mótsins.

EJU Kids Camp var haldið samhliða Evrópumeistaramótinu og voru nokkrir íslenskir þátttakendur þar á meðal. Sjá hér á heimasíðu JSÍ.