Sumarmót JR 2024 á morgun

Á morgun 10. maí munu 10-15 iðkendur frá Selfossi á aldrinum 7-11 ára mæta á æfingu hjá 11-14 ára aldurshópi JR kl. 17 og er ætlunin að hafa smá vinaklúbba keppni fyrir þá sem vilja taka þátt og fá allir þátttökuverðlaun. Að lokinni keppni verður sameiginleg æfing í stutta stund og eða leikir fer eftir því hve hratt mótið gengur fyrir sig. Svo þau ykkar úr 7-10 ára aldurshópi JR sem vilja vera með á æfinguni eða keppninni (ekki skylda að keppa) eruð velkomin á morgun kl. 17. Viljum biðja alla sem ætla að taka þátt að vera mætt tímanlega og helst ekki seinna en kl. 16:45.