Gísli Egilson kominn með 4. dan

Gísli Egilson úr Judofélagi Garðabæjar tók gráðuna 4. dan í gær og uke hjá honum var Kjartan Magnússon úr Judodeild ÍR og var frammistaða þeirra einstaklega góð. Björn Halldórsson sem er hér neðar með þeim á mynd er þeirra lærifaðir en þeir Gisli og Kjartan hófu báðir að æfa judo hjá honum fyrir margt löngu. Til hamingju með áfangann.