Benjamín og Fannar komnir með gula beltið

Benjamín Birgir Blandon og Fannar Frosti Þormóðsson tóku próf fyrir gulabeltið í dag og stóðu sig með sóma enda búnir að æfa í mörg ár og búnir að bíða lengi eftir þessum áfanga því gulabeltið er ekki hægt að fá fyrr en á ellefta ári. Benjamín byrjaði að æfa níu ára gamall eða fyrir tveimur árum en Fannar byrjaði sex ára og er því búinn að æfa judo í fimm ár og var kominn með allar þær strípur sem hægt var að fá í gamla beltið sitt. Til hamingju með áfangann strákar.