Atli Þórðarson 1. kyu

Atli Þórðarson tók gráðuna 1. kyu (brúnt belti ) í dag og gerði það með glæsibrag en hann tók 2. kyu (bláa beltið) 2016 og því var löngu kominn tíma á hann að klára 1. kyu en hann var ekkert að flýta sér. Uke hjá Atla var frændi hans Alfreð Atlason sem einnig er með gráðuna 1. kyu. Þess má til gamans geta að báðir eru þeir með börn hjá JR í aldursflokkum 5-6 ára og 7-10 ára sem að einnig tóku gráðupróf/beltapróf í nóvember og fengu strípur í beltin sín.