Beltapróf hjá 5-6 ára og 7-10 ára

Í vikunni tóku sjö börn í aldursflokknum 5-6 ára og 7-10 ára beltapróf þar sem þau misstu af því í síðustu viku. Í aldursflokknum 5-6 ára voru það þeir Nikola Desnica, Marcel Bakowski og Kacper Marcin Kula sem þreyttu prófið og stóðust það með prýði og það sama gerðu þau Benjamín Blandon , Fannar Þormóðsson, Freyja Atladóttir og Sólveig Viðarsdóttir í aldursflokknum 7-10 ára.