Jólaæfing barna 5-10 ára

Í dag var haldin sameiginleg æfing barna 5-6 og 7-10 ára og var það síðasta æfing haustannarinnar hjá þeim. Síðasta æfingin er að venju aðallega í formi leikja en þó með smá upphitun áður en hafist er handa við leikina. Að leikjum loknum fengu börnin afhent viðurkenningarskjal fyrir haustönnina og gráðuprófið sem þau tóku nú nýverið og svo var farið í setustofuna þar sem í boði voru drykkir, kökur, ávextir og ýmslegt fleira og kaffi fyrir þá fullorðnu. Vel var mætt á æfinguna sem heppnaðist með ágætum en þó vantaði um tíu börn sem fá sínar viðurkenningar afhentar næst þegar þau mæta.