Afmælismót JR 2023 – yngri flokkar – Úrslit

Afmælismót JR í yngri aldursflokkum var haldið í gær laugardaginn 21. október í æfingasal félagsin. Keppendur voru frá eftirfarandi fimm judoklúbbum, Judodeild Grindavíkur, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) Judodeild Selfoss, Judodeild Tindastóls og JR og voru þeir fimmtíu og fjórir og hefur fjölgað nokkuð frá því í fyrra. Keppt var í aldursflokkum frá 7 ára aldri og til og með 14 ára og hófst keppnin kl. 13:00 og lauk kl. 15:30. Keppnin var skemmtileg með fullt af flottum viðureignum og gaman að horfa á þessa einbeittu ungu keppendur sem margir hverjir sýndu góð tilþrif. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson sem sáu vigtun og mótsstjórn og dómarar voru nokkrir af okkar bestu judomönnum í JR í dag en það voru þau Weronika Komendera, Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson, Mikael Ísaksson og Jónas Guðmundsson sem sáu um dómgæsluna og leystu þau það verkefni vel af hendi. Á morgun æfingu barna 5-6 ára hjá JR sama dag var haldið lítið æfingamót og glímdu öll börnin tvær gólfglímu viðureignir og fengu öll sín gullverðlaun að lokinni æfingu. Hér eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum og hér eru svo úrslitin og video klippa frá keppninni.