Abu Dhabi Grand Slam

Þeir Kjartan HreiðarssonHrafn Arnarsson og Karl Stefánsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara taka nú þátt í Grand Slam og Grand Prix mótaröðinni til þess að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Grand Slam Abu Dhabi hófst í dag og lýkur 26. okt. og eru keppendur 450 frá sjötíu og sjö þjóðum og eru okkar menn á meðal þátttakenda. Á morgun keppa þeir Kjartan og Hrafn og Karl keppir svo á fimmtudaginn og hefst keppnin báða dagana kl. 6 á okkar tíma en þá er klukkan 10 í Abu Dhabi. Hrafn sem keppir í -81 kg flokki á fyrstu viðureign á velli 3. og mætir þar Abdelrahman Mohamed frá Egyptalandi (EGY) en hann er í 75. sæti heimslistans. Kjartan sem keppir í -73 kg flokki á sjöttu viðureign á velli eitt sem gæti verið um kl. 6:25 og mætir hann þá Adil Osmanov frá Moldovíu (MDA) sem situr í 36. sæti heimslistans. Karl sem keppir í +100 kg flokki á sextándu viðureign á velli 3. sem gæti verið um kl. 7 og mætir hann heimamanninum Magomedomar Magomedomarov frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (UAE) og situr hann í 17 . sæti heimslistans. Það er nokkuð ljóst að þetta verður erfiður róður fyrir okkar menn en ekkert er útilokað og allt getur gerst. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.