Zaza Simonishvili nýr landsliðsþjálfari JSÍ

Frétt af heimasíðu JSÍ. Zaza Simonisvhili hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Judosambands Íslands og kemur til með að annast þjálfun cadet, Junior og senior landsliða karla og kvenna. Zaza er frábær judomaður, ákaflega vel liðinn og stanslaust að miðla og gefa af sér til annara iðkenda. Judofélag Reykjavíkur óskar stjórn JSÍ til hamingju með þessa ákvörðun og Zaza með stöðuna og hlakkar til að vinna með þeim að komandi verkefnum. Á myndinni hér að ofan er Zaza ásamt Þormóði Jónssyni framkvæmdastjóra JSÍ og Jóhanni Mássyni formanni JSÍ.