Æfingar í sumar

Síðasta æfing á vorönn hjá 11-14 ára var í gær og síðasta æfing hjá framhaldi 15 ára og eldri verður í dag þriðjudaginn 31. maí. Æfingar þeirra hefjast svo aftur seinnipart ágúst.

Meistaraflokkur æfir í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) en þá tökum við smá sumarfrí. Öllum iðkendum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára á árinu er velkomið að mæta á þær æfingar ef áhugi er fyrir því og verður að sjálfsögðu tekið tillit til ungs aldurs þeirra. Breyting verður á æfingadögum og tíma en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 17:30 og lýkur kl. 19:00.