ZAGREB GRAND PRIX 2019

Egill BlöndalSveinbjörn Iura og Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari eru í Zagreb í Króatíu en Zagreb Grand Prix hófst í dag föstudaginn 26. júlí og stendur í þrjá daga. Keppendur eru 558 og koma frá 87 þjóðum, 332 karlar og 226 konur. Sveinbjörn keppir á laugardaginn 27. júlí og Egill daginn eftir. Sveinbjörn á 22. glímu í –81kg flokknum og er mótherji hans er Timo Cavelius frá Þýskalandi. Egill sem keppir í –90 kg flokknum á 6. glímu og mætir Faruch Bulekulov frá Kyrgystan en þeir þekkjast því hann hann mætti honum í Marrakech í vetur. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 10 báða daganna eða kl. 8 að morgni að íslenskum tíma. Hér er drátturinn